Árbæjarsafn

Gamli bærinn Árbær er hluti af Árbæjarsafni
Hábær og Smiðshús
Þingholtsstræti 9. Mörg hús voru flutt á Árbæjarsafn á sínum tíma

Árbæjarsafn er safn um sögu Reykjavíkur sem safnar, varðveitir og rannsakar menningarminjar í Reykjavík. Safnið miðlar þekkingu um sögu og líf íbúa Reykjavíkur frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Markmið safnsins er að vekja áhuga, virðingu og skilning fólks fyrir sögu Reykjavíkur. Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni.

Áhugi vaknaði um miðja síðustu öld á því að varðveita sögu elstu byggðar Reykjavíkur. Nýtt húsnæði Þjóðminjasafns Íslands var tekið í notkun 1950 og í kjölfarið á því hafið átak til þess að safna merkum forngripum. Fjórum árum síðar var Skjala- og minjasafn Reykjavíkur stofnað til þess að halda utan um þá muni sem söfnuðust.

Um þetta leyti var Árbæjarhverfi ekki byggt heldur var þar gamalt bóndabýli sem komið var í eyði. Árið 1957 samþykktu bæjaryfirvöld að Árbæ skyldi enduruppbyggja og nýta sem safn og að þangað skyldu gömul merk hús vera færð. Árið 1968 voru Árbæjarsafn og Minjasafn Reykjavíkur sameinuð.

Æðsti yfirmaður safnsins er Guðbrandur Benediktsson, forstöðumaður Borgarsögusafns. Árbæjarsafn hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2006.

Safnið er opið frá 10 - 17 á sumrin og er svo með vetraropnunartíma frá september til maí.

Tenglar

64°7′7.86″N 21°48′58.33″V / 64.1188500°N 21.8162028°V / 64.1188500; -21.8162028