Íþróttafélagið Grótta

Grótta
Stofnað 24. apríl 1967
Aðsetur Seltjarnarnesi
Stjórnarformaður Karitas Kjartansdóttir

Íþróttafélagið Grótta er íþróttafélag á Seltjarnarnesi stofnað þann 24. apríl 1967. Innan félagsins eru þrjár deildir: fimleikadeild, knattspyrnudeild og handknattleiksdeild.

Saga

Garðar Guðmundsson, knattspyrnuáhugamaður, tók árið 1966 að sér að kalla saman hóp drengja á Seltjarnarnesi og hóf skipulagðar æfingar um sumarið. Þetta markaði upphafið að stofnun Íþróttafélagsins Gróttu. Formleg stofnun félagsins var 24. apríl 1967 í samkomusal Mýrarhúsaskóla. Í upphafi var félagið ekki deildaskipt, þar sem einungis var iðkuð knattspyrna, en síðar bættust við handknattleiksdeild og fimleikadeild. Í gegnum árin hafa fjölmargar íþróttagreinar verið iðkaðar innan félagsins, þar á meðal körfuknattleikur, skák og skíði. Nú eru aðeins þrjár virkar deildir: fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild.[1]

Tilvísanir

  1. „Um félagið“. Íþróttafélagið Grótta. 13. desember 2024. Sótt 31. desember 2024.

Tenglar

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.