Íþrótt

Grísk höggmynd af kringlukastara frá 2. öld f.Kr.

Íþrótt er líkamleg æfing eða keppni sem fer fram samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum. Fólk stundar íþróttir af ýmsum ástæðum, til að sigra í keppni, til að ná besta árangri, til að halda sér í góðu líkamlegu og andlegu formi eða einfaldlega ánægjunnar vegna. Íþróttir eru flokkaðar á ýmsan hátt, til dæmis í einstaklingsíþróttir og hópíþróttir, keppnisíþróttir og almenningsíþróttir, áhugamannaíþróttir og atvinnumannaíþróttir. Íþróttir hafa verið stundaðar í einhverri mynd af mönnum frá alda öðli.

Margar íþróttir eru iðkaðar bæði sem skemmtun eða heilsubót og sem keppnisíþrótt. Þegar íþróttir eru stundaðar í kappi verða þær gjarnan meira spennandi og skemmtilegri. Ýmsir hafa þó gagnrýnt þær á þeim grundvelli að þær séu niðurbrjótandi fyrir meirihlutann sem tapar og það sé hægt að njóta íþrótta sem þeirrar heilsubótar sem þær eru þrátt fyrir að engin keppni sé með í spilinu. Það er heldur ekki óalgengt að einhverskonar veðmál tengist áhorfinu, gjarnan kallað að tippa, til dæmis á fótboltaleiki eða veðja á veðhlaupahesta.


  Þessi menningargrein sem tengist íþróttum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.