Íranskt ríal (persneska: ریال ایران; ISO 4217-kóði: IRR) er gjaldmiðill Írans. Ríalið var tekið upp 1932 í stað tomana og denara en í dag er algengt að nota orðið „toman“ yfir 10 ríala. Gengi ríalsins er 25.780 ríalar fyrir einn Bandaríkjadal.