Íslamskt lýðveldi
Íslamskt lýðveldi er heiti sem notað er yfir stjórnarfar í Pakistan, Íran og Máritaníu. Heitið var einnig notað um skeið í Gambíu. Hugtakið vísar til þess að stjórnarfar sé í samræmi við íslömsk lög. Lög og stjórnkerfi þessara landa eru þó í reynd mjög ólík. Pakistan tók þetta heiti fyrst upp í stjórnarskrá Pakistan 1956 og Máritanía tók það upp tveimur árum síðar. Íran tók það upp eftir írönsku byltinguna 1979 og Afganistan tók það upp árið 1992 (þegar talíbanar náðu völdum 1996 breyttu þeir landinu í emírat eða einveldi). Í þessum fjórum ríkjum gilda sjaríalög að fullu.
Síðast lýsti forseti Gambíu, Yahya Jammeh, yfir stofnun íslamsks lýðveldis árið 2015 en þar gilda sjaríalög aðeins um afmarkaða þætti einkalífs. Adama Barrow, eftirmaður Jammeh á forsetastól, lýsti því yfir að Gambía yrði ekki lengur kallað íslamskt lýðveldi eftir að Jammeh var hrakinn frá völdum árið 2017.
Þegar Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan árið 2021 gerðu þeir landið aftur að emírsdæmi. Íslamska lýðveldið í Afganistan nýtur þó enn alþjóðlegrar viðurkenningar.