Ólympíumet
Ólympíumet er besti árangur sem náðst hefur í sögu tiltekinnar ólympíugreinar, ýmist á Sumarólympíuleikunum eða Vetrarólympíuleikunum. Sum ólympíumet eru jafnframt heimsmet en það fer ekki endilega saman þar sem hvorir leikar eiga sér einungis stað á fjögurra ára fresti.
Alþjóðaólympíunefndin viðurkennir aðeins ólympíumet í vissum greinum. Þeirra á meðal eru:
- Bogfimi
- Frjálsar íþróttir
- Hjólreiðar
- Skotfimi
- Stutt skautahlaup
- Sund
- Kraftlyftingar