Ósman 2.

Ósman 2.

Ósman 2. (líka þekktur sem Genç Osman sem merkir „Ósman ungi“ á tyrknesku) (ósmanska: عثمان ثانى ‘Osmān-i sānī) (3. nóvember, 160420. maí, 1622) var Tyrkjasoldán frá 1618 til dauðadags. Hann var sonur Akmeðs 1. sem lést þegar hann var aðeins þrettán ára. Fjórtán ára varð hann soldán í kjölfarið á hallarbyltingu gegn föðurbróður hans, Mústafa 1.. Hann samdi um frið við Safavídaríkið í Íran og hélt með her inn í Pólland í Moldavísku stórmennastyrjöldunum. Eftir ósigur gegn Pólverjum í orrustunni um Kotin 1621 sneri hann aftur til Istanbúl með skömm og kenndi lífverðinum, janissörum, um ófarirnar. Hann hóf að reyna að brjóta lífvörðinn niður með því að loka kaffihúsum þeirra og koma á fót nýjum her skipuðum Tyrkjum. Janissarar brugðust við með uppreisn, handtóku soldáninn og létu kyrkja hann.


Fyrirrennari:
Mústafa 1.
Tyrkjasoldán
(1618 – 1622)
Eftirmaður:
Mústafa 1.