Þriggja alda kerfið
Þriggja alda kerfið er hugmynd að tímabilaskiptingu forsögulegs tíma mannkynssögu sem danski fornleifafræðingurinn Christian Jürgensen Thomsen setti fram á 3. áratug 19. aldar til að auðvelda flokkun gripa í Danska þjóðminjasafninu. Í þessu kerfi eru þrjár aldir nefndar eftir meginefnivið tækja sem smíðuð voru á hverjum tíma. Aldirnar eru:
Tímabilið sem hver öld nær yfir er misjafnt eftir heimshlutum.
Sumir höfundar hafa viljað skipta öldunum frekar upp. Þekktust er skipting steinaldar í fornsteinöld og nýsteinöld samkvæmt uppástungu John Lubbock frá 1865.