Meðganga

Mynd af þungaðri konu, sem er langt komin í meðgöngunni.

Meðganga, þungun eða ólétta er það ferli þegar kona er með einn eða fleiri lifandi fósturvísa eða fóstur í legi sínu. Meðgöngutími er oftast 38 vikur frá getnaði, þ.e. um það bil 40 vikum frá síðustu blæðingum, en henni lýkur með fæðingu barns, stundum með keisaraskurði.

Mögulegt er að stöðva meðgöngu og framkalla fósturlát með þungunarrofi, en stundum lýkur meðgöngu með fósturláti af ókunnum ástæðum, líklega vegna þess að fóstur þroskast ekki eðlilega.

Fæðingarfræði er grein innan læknisfræði, sem fæst við rannsóknir á meðgöngu.

Tengt efni

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.