1171
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1171 (MCLXXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- 21. október - Hvamm-Sturla Þórðarson og Einar Þorgilsson á Staðarhóli börðust á Sælingsdalsheiði og kallast sá bardagi Heiðarvíg. Sturla hafði sigur og var eftir það talinn mestur höfðingja við Breiðafjörð.
- Styrkár Oddason varð lögsögumaður.
Fædd
- Kolbeinn Tumason, höfðingi Ásbirninga (d. 9. september 1208).
Dáin
- Hreinn Styrmisson, ábóti í Þingeyraklaustri.
Erlendis
- Hinrik 2. Englandskonungur réðist inn í Írland.
- Saladín afnam stjórn Fatímída í Egyptalandi og endurreisti völd súnníta í landinu.
- Manúel 1. Komnenus fyrirskipaði handtöku allra Feneyinga í Býsansríki og upptöku eigna þeirra.
Fædd
- 15. ágúst - Alfons 9., konungur af Leon (d. 1230).
- Agnes af Frakklandi, yngsta dóttir Loðvíks 7. konungs, keisaraynja í Býsans (d. eftir 1207).
Dáin
- 20. febrúar - Conan 4., hertogi af Bretagne (f. 1138).
- 8. ágúst - Hinrik af Blois, biskup af Winchester og bróðir Stefáns Englandskonungs (f. 1111).