1372
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1372 (MCCCLXXII í rómverskum tölum)
Atburðir
- Eyja myndaðist í eldgosi norðvestan við Grímsey. Eyja þessi hefur líklega verið suður af Kolbeinsey en þar eru nú grynningar sem kallast Hóll.
- Andrés Sveinsson varð hirðstjóri yfir öllu Íslandi.
- Þorsteinn Eyjólfsson varð lögmaður norðan og vestan þriðja sinni.
- Erlendur Halldórsson var kjörinn príor í Möðruvallaklaustri.
- Klofa-Oddur tekinn af lífi fyrir mörg illvirki, að því er segir í Flateyjarannál.
Fædd
Dáin
- Þórður Bergþórsson, príor í Möðruvallaklaustri.
Erlendis
- 14. mars - Heilög Birgitta lagði af stað frá Ítalíu í pílagrímsferð til Landsins helga. Hún var í Betlehem í ágúst og var komin aftur til Ítalíu í desember.
- 22. júní - Orrustan við La Rochelle þar sem Englendingar biðu ósigur fyrir sameinuðum flota Frakka og Kastilíumanna.
- Þýska borgin Aachen varð fyrst til þess í heiminum að láta slá fyrir sig mynt með ártali.
Fædd
- 13. mars - Loðvík af Valois, hertogi af Orléans, sonur Karls 5. Frakkakonungs (d. 1407).
- 9. desember - Beatrís af Portúgal, síðar drottning Portúgals og Kastilíu (d. 1410).
Dáin