1534
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1534 (MDXXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Elsta rit sem vitað er um að prentað hafi verið á Íslandi, Breviarium Holense, prentað á Hólum.
- Kristján 3. skipaði Dietrich van Bramstedt hirðstjóra á Íslandi til þriggja ára en þar sem norska ríkisráðið taldi Kristján 2. enn vera konung tók það ekki mark á skipuninni og setti þess í stað biskupana Jón Arason og Ögmund Pálsson sem hirðstjóra.
- Séra Björn Jónsson varð prestur á Melstað.
- Brandur Hrafnsson varð síðasti príor á Skriðuklaustri.
Fædd
- (líklega) - Staðarhóls-Páll Jónsson, skáld (d. 1598).
Dáin
- Jón Markússon, prestur í Vallanesi og síðast príor á Skriðuklaustri.
Erlendis
- 27. febrúar - Anabaptistar undir forystu Jan Matthys taka yfir borgina Münster í Þýskalandi og lýsa yfir stofnun Nýju Jerúsalem.
- 5. apríl - Þýskir málaliðar drápu Jan Matthys á páskadag en þann dag hafði hann einmitt spáð að reiði Guðs kæmi yfir hina ranglátu.
- 10. maí - Jacques Cartier kannar Nýfundnaland í leit sinni að norðvesturleiðinni.
- 9. júní - Jacques Cartier sér Lawrence-fljót fyrstur Evrópubúa.
- 3. nóvember - Páll III (Alessandro Farnese) varð páfi.
- 4. júlí - Kristján 3. var kjörinn konungur Danmerkur, sem þá hafði verið án konungs í eitt ár.
- Hinrik 8. sagði skilið við kaþólsku kirkjuna, lýsti sig höfuð ensku kirkjunnar og bjó þar með til ensku biskupakirkjuna.
- Greifastríðið hófst í Danmörku með uppreisn stuðningsmanna hins kaþólska Kristjáns 2. gegn Kristjáni 3..
- Ignatius Loyola stofnaði Jesúítaregluna.
- Gargantúa eftir François Rabelais kom út.
- Þýðing Marteins Lúthers á allri Biblíunni kom út. Hann hafði áður gefið út þýðingu sína á Nýja testamentinu.
Fædd
- 1. júlí - Friðrik 2. Danakonungur (d. 1588).
Dáin
- 5. apríl - Jan Matthys, leiðtogi anabaptista.
- 25. september - Klemens VII páfi.
- Antonio da Correggio, ítalskur listmálari (f. 1488).