1575
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1575 (MDLXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Gísli Jónsson Skálholtsbiskup vék þremur prestum úr embætti fyrir að vera of pápískir í hugsun eða óduglegir.
Fædd
Dáin
- Erlendur Þorvarðarson, lögmaður.
- Ormur Sturluson, lögmaður og klausturhaldari (f. um 1516).
Erlendis
- 13. febrúar - Hinrik 3. Frakkakonungur krýndur í Reims.
- 16. desember - Jarðskjálfti í Valdivia, Chile.
- Stefán Báthory verður konungur Póllands.
- Vilhjálmur 1. af Orange stofnaði Leiden-háskóla.
- Abraham Ortelius varð landfræðingur Filippusar 2. Spánarkonungs.
- Feneyingar stráfalla í plágunnni.
- Elísabet 1. Englandsdrottning veitir tveimur mönnum einkarétt á að prenta nótur.
Fædd
- 26. apríl - Maria de'Medici, drottning Frakklands, kona Hinriks 4. (d. 1642).
Dáin
- 24. október - Peder Oxe, danskur stjórnmálamaður (f. 1520). Með honum dó ein helsta aðalsætt Danmerkur út.
- 21. febrúar - Claude, hertogaynja af Lorraine, kona Karls 3. hertoga (f. 1547).