1637
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1637 (MDCXXXVII í rómverskum tölum) var 37. ár 17. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
- 3. febrúar - Túlípanaæðið í Hollandi hrundi með þeim afleiðingum að þúsundir túlípanaspekúlanta misstu aleiguna.
- 15. febrúar - Ferdinand 3. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 13. október - Línuherskipi Konunglega enska sjóhersins, Sovereign of the Seas, var hleypt af stokkunum.
Ódagsettir atburðir
- 27 Íslendingar sem lent höfðu í Tyrkjaráninu komu heim, en höfðu árið áður verið fluttir frá Alsír til Kaupmannahafnar. Með í för voru Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir.
- Draugagangur var á Auðbrekku í Hörgárdal.
- Ritgerðin Orðræða um aðferð eftir René Descartes kom út.
- Pierre de Fermat gerði athugasemd á spássíu þar sem hann sagðist hafa sönnun fyrir því sem síðar varð þekkt sem síðasta setning Fermats.
- Fyrsta óperuhúsið, Teatro San Cassiona, opnaði í Feneyjum.
- Rússneskir kósakkar reistu virki í Jakútsk við ána Lenu.
Fædd
- 14. ágúst - Þórður Þorláksson biskup í Skálholti (d. 1697).
- 7. desember - Bernardo Pasquini, ítalskt tónskáld (d. 1710).
Ódagsett
- Dietrich Buxtehude, tónskáld frá Helsingjaborg á Skáni (d. 1707).
Dáin
- 15. febrúar - Ferdinand 2. keisari (f. 1578).
- 1. apríl - Niwa Nagashige, japanskur stríðsherra (f. 1571).
- 6. ágúst - Ben Jonson, enskt leikskáld (f. 1572).
- 10. ágúst - Johann Gerhard, þýskur lútherskur kirkjuleiðtogi (f. 1582).
- 8. september - Robert Fludd, enskur dulspekingur (f. 1574).
- 4. desember - Nicholas Ferrar, enskur athafnamaður og trúarleiðtogi (f. 1592).
Opinberar aftökur
- Guðmundur „seki“ Jónsson, sagður hvort tveggja bóndi og útlagi, hálshogginn á Vaðlaþingi í Eyjafirði „fyrir kvennamál“. Guðmundur var bróðir séra Halldórs Jónssonar á Ferjubakka.[1]
Tilvísanir
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.