400

Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
  • 371–380
  • 381–390
  • 391–400
  • 401–410
  • 411–420
Ár:

400 (CD í rómverskum tölum) var 100. ár 4. aldar og hlaupár sem hófst á sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu. Í Rómaveldi var það þekkt sem ræðismannsár Stilikós og Árelíanusar eða sem 1153 ab urbe condita. Það hefur verið þekkt í Evrópu sem árið 400 eftir að Anno Domini-ártöl voru tekin upp snemma á miðöldum.

Atburðir

  • 9. janúar - Arkadíus keisari gaf eiginkonu sinni, Aílíu Evdoxíu, titilinn Augusta.
  • Óeirðir brutust út í Konstantínópel og Stórhöllin var brennd til grunna. 7000 gotneskir hermenn undir stjórn Gainasar voru króaðir af og drepnir samkvæmt skipun Arkadíusar.
  • Veturinn - Gainas leiddi leifar liðs síns yfir Dóná þar sem þeir voru drepnir í orrustu við Húna. Huldin Húnakonungur sendi Arkadíusi höfuð Gainasar.
  • Frankar settust að í norðurhluta Niðurlanda.
  • Vandalar hófu ferð sína vestur á bóginn frá Dakíu og Ungverjalandi.
  • Richū varð Japanskeisari.

Dáin

  • Kaspar frá Karden, einsetumaður.
  • Duan, kínversk keisaraynja.
  • Gainas, gotneskur herforingi.
  • Lü Guang, keisari Síðara Liang (f. 337).
  • Oreibasios, grískur læknir.