649

Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
  • 621–630
  • 631–640
  • 641–650
  • 651–660
  • 661–670
Ár:
  • 646
  • 647
  • 648
  • 649
  • 650
  • 651
  • 652

649 (DCXLIX í rómverskum tölum) var 49. ár 7. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.

Atburðir

  • 19. janúar - Tíbetska konungsríkið Kútsjar gafst upp fyrir herjum Tangveldisins.
  • 20. janúar - Kindasvind konungur Vísigota á Spáni gerði Rekkesvind son sinn að meðkonungi.
  • Stríð Araba og Býsantíum: Arabískar hersveitir undir stjórn Abdullah ibn Saad lögðu Kýpur undir sig eftur stytt umsátur og rændu eyjuna.
  • 5. júlí - Marteinn 1. tók við páfadómi eftir lát Þeódórs 1.
  • 15. júlí - Gaozong varð keisari Tangveldisins eftir lát Taizong.
  • Konstans 2. skipaði exarkinum Ólympíosi í Ravenna að handtaka Martein 1. páfa þar sem kjör hans hefði ekki verið samþykkt af keisaranum. Ólympíos reyndi að fá biskupana í Róm í lið með sér án árangurs.
  • Kōtoku Japanskeisari sakaði ráðherrann Soga no Kurayamada um svik. Hann framdi sjálfsmorð í hofinu Yamada-dera. Fjölskylda hans framdi líka sjálfsmorð og aðrir ættingjar voru í kjölfarið handteknir og líflátnir.