Aflandseyjar

Aflandseyjar er nýlegt hugtak á íslensku og er haft um eyjar sem á einhvern hátt tengjast stærri þjóðum og um leið dularfullri fjármálastarfsemi svo sem bankaþjónustu sem er veitt einstaklingum og fyrirtækjum utan hins eiginlega starfsvettvangs banka. Aflandseyjar eru oft heppilegt skattaskjól fyrir hina ríku og efnameiri. Sem dæmi um aflandseyjar mætti nefna: Jersey, Guernsey, Mön, Bermúda, Bahamaeyjar, Bresku Jómfrúreyjar og Caymaneyjar.

Tengt efni

Tenglar

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.