Alþjóðaknattspyrnusambandið
Alþjóðaknattspyrnusambandið | |
---|---|
Kort af álfusamböndum FIFA. | |
Skammstöfun | FIFA |
Einkennisorð | For the game. For the world. |
Stofnun | 21. maí 1904 |
Gerð | Íþróttasamtök |
Höfuðstöðvar | Zurich, Sviss |
Hnit | 47°22′53″N 8°34′28″A / 47.38139°N 8.57444°A |
Opinber tungumál | enska, franska, þýska, spænska |
Vefsíða | www.fifa.com |
Alþjóðaknattspyrnusambandið (franska: Fédération Internationale de Football Association, skammstöfun FIFA) er alþjóðlegur yfirumsjónaraðili knattspyrnu, futsal og strandfótbolta. Aðilar að sambandinu eru sex knattspyrnusambönd í öllum álfum heimsins.
FIFA skipuleggur alþjóðlegar knattspyrnukeppnir, þar á meðal Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Heimsmeistaramótið var fyrst haldið 1930 og var haldið í tuttugasta og fyrsta skipti í Rússlandi 2018.
Sambandið var stofnað 21. maí 1904 í París. Stofnfélagar voru knattspyrnusambönd Belgíu, Danmerkur, Frakklands, Hollands, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Höfuðstöðvar félagsins eru í Zürich, Sviss. 1908 varð Knattspyrnusamband Suður-Afríku fyrsta sambandið utan Evrópu sem sóttist eftir aðild. Núverandi forseti sambandsins er Gianni Infantino.
Forsetar FIFA
- Robert Guérin, 1904-06
- Daniel Burley Woolfall, 1906-18
- Jules Rimet, 1921-54
- Rodolphe Seeldrayers, 1954-55
- Arthur Drewry, 1956-61
- Stanley Rous, 1961-74
- João Havelange, 1974-98
- Sepp Blatter, 1998-2015
- / Gianni Infantino, 2016-
Fjórir forsetar hafa látist í embætti eða verið vikið frá störfum. Staðgenglar sem leystu þá af hólmi eru ekki taldir upp í listanum.