Alice in Chains

Alice in Chains
Alice in Chains í september 2007. Frá vinstri til hægri: William DuVall, Sean Kinney, og Jerry Cantrell.
Alice in Chains í september 2007. Frá vinstri til hægri: William DuVall, Sean Kinney, og Jerry Cantrell.
Upplýsingar
UppruniSeattle, Washington í Bandaríkjunum
Ár1987–2002, 2005–nú
StefnurÖðruvísi rokk, grugg, þungarokk
ÚtgáfufyrirtækiColumbia, Virgin/EMI
SamvinnaClass of '99, Comes with the Fall, Mad Season, Spys4Darwin
MeðlimirJerry Cantrell
William DuVall
Mike Inez
Sean Kinney
Fyrri meðlimirMike Starr
Layne Staley
Vefsíðawww.aliceinchains.com

Alice in Chains er bandarísk rokkhljómsveit stofnuð í Seattle í Washington árið 1987 af gítarleikaranum Jerry Cantrell og söngvaranum Layne Staley. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fimm breiðskífur, þrjár stuttskífur, tvær tónleikaplötur, fjórar safnplötur og tvo mynddiska. Sveitin er þekkt fyrir einstakan söngstíl sem oftar en ekki samanstóð af raddsettum söng þeirra Staley og Cantrell.

Alice in Chains öðlaðist heimsfrægð sem hluti af grugghreyfingunni í byrjun tíunda áratugar tuttugustu aldar líkt og hljómsveitir á borð við Nirvana, Pearl Jam og Soundgarden. Hljómsveitin var ein sú vinsælasta á tíunda áratugnum með yfir 17 milljónir seldar plötur um heim allan. Tvær plötur hljómsveitarinnar lentu í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum (Jar of Flies og Alice in Chains), 14 lög í topp tíu á Mainstream Rock Tracks-listanum auk þess að hljómsveitin hlaut sjö tilnefningar til Grammy-verðlaunanna.

Þrátt fyrir að hafa aldrei lagt upp laupana formlega, var Alice in Chains óvirk um langt skeið vegna fíkniefnanotkunar meðlima sem náði hámarki við dauða Layne Staley árið 2002. Alice in Chains tóku aftur upp þráðinn árið 2005 með nýjan söngvara að nafni William DuVall og gáfu út plötuna Black Gives Way to Blue, fyrstu breiðskífu þeirra í 14 ár, þann 29. september 2009.

Hljómsveitarmeðlimir

  • Jerry Cantrell – aðalsöngvari og bakraddasöngvari, aðal gítarleikari (1987–2002, 2005–nú)
  • William DuVall – aðalsöngvari og bakraddasöngvari, ryþmagítarleikari (2006–nú)
  • Mike Inez – bassaleikari, bakraddasöngvari (1993–2002, 2005–nú)
  • Sean Kinney – trommari, ásláttarhljóðfæraleikari (1987–2002, 2005–nú)

Fyrrum meðlimir

  • Mike Starr – bassaleikari, bakraddasöngvari (1987–1993)
  • Layne Staley – aðalsöngvari, ryþmagítarleikari (1987–2002)

Breiðskífur

  • Facelift (1990)
  • Dirt (1992)
  • Alice in Chains (1995)
  • Black Gives Way to Blue (2009)
  • The Devil Put Dinosaur Bones Here (2013)
  • Rainier Fog (2018)

Stuttskífur

  • We die young (1990)
  • Sap (1992)
  • Jar of flies (1994)

Tenglar