Anaxímandros
Anaxímandros | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | um 610 f.Kr. |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Fornaldarheimspeki |
Skóli/hefð | Jónísk náttúruspeki |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, verufræði |
Anaxímandros (á grísku: Αναξίμανδρος) (u.þ.b. 610 f.Kr. – 546 f.Kr.) var jónískur náttúruspekingur frá Míletos og lærlingur Þalesar (þ.a.l. einn af Míletósmönnum).
Lítið er vitað um líf hans og störf en hann er stundum kallaður fyrsti kortagerðamaðurinn þar sem hann var líklegast fyrstur til að gera kort af hinum þekkta heimi, í þeim tilgangi að átta sig á því að jörðin héngi „óstudd“ í geimnum. Hann trúði ekki á hugmyndir Þalesar um að sjórinn héldi jörðinni uppi því þá þyrfti eitthvað að halda uppi sjónum o.s.frv. (sjá vítaruna).
Hann gerði tilraun til að lýsa heiminum í hnotskurn og hélt því fram að þar sem það væru svo margir mismunandi hlutir í heiminum þá gætu þeir ekki allir hafa sprottið út frá einu aðgreindu fyrirbæri (eins og vatni sbr. kenning Þalesar), „hið óbundna og óendanlega“ (apeiron), hafði ávalt verið til og með eilífri hreyfingu skapað andstæður í sjálfum sér (heitt og kalt o.s.frv.). Í miðju hins óendanlega í andstæðunum myndaðist efnismassi (jörð). Efnismassinn hrörnar og endurmyndast síðan aftur og aftur. Hann ímyndaði sér jörðina sem sívalning („trommu“) frekar en það sem almennt var haldið, að jörðin væri flöt, sem var bylting í sjálfu sér.
Hann hélt því einnig fram að maðurinn hafði þróast, líklegast frá fiskum, með því að aðlagast umhverfinu. Þó ekki væri um náttúruval að ræða í kenningu hans þá er hann talinn af mörgum fyrsti málsvari þróunarkenningarinnar.
Tengt efni
Tenglar
Forverar Sókratesar |
Míletosmenn :
Þales ·
Anaxímandros ·
Anaxímenes |