Anthony Panizzi

Teikning af Anthony Panizzi eftir Carlo Pellegrini sem birtist í tímaritinu Vanity Fair.

Sir Antonio Genesio Maria Panizzi (16. september 17978. apríl 1879), var ítalskur lögfræðingur og bókavörður sem flúði sem pólitískur flóttamaður til Bretlands frá Ítalíu með viðkomu í Sviss á árunum 1822-3.

Eftir að Panizzi kom til Bretlands fékk hann fljótlega stöðu prófessors í ítölsku við Lundúnaháskóla. Seinna fékk hann starf hjá bókasafni Þjóðminjasafns Bretlands og varð þjóðbókavörður (1856-66). Árið 1869 var hann aðlaður af Viktoríu Bretadrottningu.

Panizzi varð umtalaður meðal annars fyrir útistöður sem hann átti við hinn þekkta sagnfræðing, Thomas Carlyle. Carlyle var mjög þekktur í Bretlandi og vék að lélegri þjónustu ónafngreinds bókavarðar í skrifum sínum. Panizzi sármóðgaðist og neitaði Carlyle eftir á um vinnuaðstöðu í safninu.

Eitt af verkum Panizzi var að skrásetja safnkost bókasafnsins. Það gerði hann með því að nýta sér "Ninety-One Cataloguing Rules" (1841), bók með 91 reglum fyrir skráningu bóka sem hann lét semja ásamt aðstoðarmönnum sínum. Þessar reglur mynda undirstöður skráningarreglna sem enn eru við lýði í dag, s.s. ISBD-staðlana og Dublin Core. Panizzi kom einnig að gerð höfundarréttarlaganna sem sett voru í Bretlandi árið 1842 þar sem fyrst var kveðið á um skylduskil útgefanda á einu eintaki af hverju útgefnu verki til Þjóðbókasafnsins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.