Axlargrind

Skýringarmynd af axlargrind sem sýnir viðbein og herðablöð

Axlargrind samanstendur af tveimur viðbeinum og tveimur herðablöðum. Axlargrindin er hluti af limagrind en í henni eru alls 126 bein. Hlutverk limagrindar er að sjá um helstu hreyfingar en beinin í limagrindinni vinna náið með vöðvum líkamans við allar hreyfingar líkamans. Limagrindinni tilheyra bein sem tengja útlimi við við ásgrindina en það er sá hluti beinagrindar sem myndar meginás líkamans og ver líffæri í búk, háls og höfði.

Axlagrindin gegnir því meginhlutverki að veita festingu fyrir þá vöðva sem stuðla að hreyfingu axla og olnboga. Hún tengir einnig handleggina við ásgrind en það er sá hluti beinagrindar sem myndar meginás líkamans og ver líffæri í búk, hálsi og höfði. Axlargrindin tengir þar að auki upphandlegg eða proximal enda humerus við axlargrindina.

Axlargrind er þó ekki talin fullkomin grind, þar sem einu festingarnar að framan við axlargrindina eru við sternoclavicler joint þar sem viðbeinin tengjast hvort sínum megin á bringubeini. Herðarblaðið tengist síðan við viðbeinin við liðamót, acromioclavicle joint. Axlargrindin tengist hvergi hryggjarsúlunni og helst hún á sínum stað þökk sé flóknum vöðvafestum.

Axlargrindin er viðkvæm þegar tekið er tilit til þess að hún ber enga þyngd undir venjulegum kringumstæðum. Vegna skorts á baklægum festingum er hún þó hreyfanleg og getur framkvæmt ýmsar nauðsynlegar hreyfingar fyrir líkama okkar.

Þau tvö bein sem mynda axlargrindina eru eins og áður kom fram viðbein og herðablöð. Fjallað verður um þau hvort í sínu lagi.

Viðbein

Viðbeinin eru tvö og mynda axlargrindina ásamt herðablöðunum. Annar endi viðbeina er tengdur við bringubeinið en hinn við herðablöðin. Viðbeinin eru staðsett beint fyrir ofan efstu rifbeinin. Þau eru greinileg hjá flestu fólki og sjást þau sérstaklega vel á grannvöxnu fólki því ólíkt öðrum beinum sem eru oft á tíðum bakvið þykkt lag af vöðvum eru viðbeinin af stórum hluta aðeins á bakvið þunnt lag af húð.

Viðbeinin eru grönn og löng, S-laga bein, þ.e. með anterior convex beygju medialt sem myndar lið með sternum en þau festa upphandleggina við búkinn og halda axlarliðum út frá líkamanum sem eykur hreyfigetu þeirra.

Sternoclavicular articulation eru söðullaga hálaliðir. Söðulliðir einkennast af söðullaga liðskál og hafa ávalt liðhöfuð. Þeir leyfa ýmsar hreyfingar til dæmis hliðarhreyfingar og fram og aftur hreyfingar. Hálaliðir hafa liðhol og eru tengdir saman með liðböndum og liðpoka. Þeir hafa mikla hreyfimöguleika en hreyfimöguleikarnir fara alfarið eftir lögun liðflata.

Hlutarnir sem mynda sternoclavicular articulation eru sternal endinn á clavicle og efri lateral endi manubrium sterni auk brjóskhluta efsta rifbeins. Þetta samspil leyfir okkur að framkvæma ýmsar hreyfingar sem annars væru ómögulegar.

Lateral-hlutinn viðbeina mynda lið með axlarhyrnu á scapula.

Acromioclavicular joint einnig þekktur sem AC-liður er liður efst í öxlinni. Hann er myndar tenginguna á milli axlarhyrnu (acromion) sem er sá hluti herðablaðs sem myndar hæsta punkt axlar og viðbeina. AC liður leyfir okkur að lyfta höndunum á okkur fyrir ofan höfuð. Þessi liður flokkst undir sem gliding synovial joint þrátt fyrir að verka á marga vegu líkt og snúningsliður. Hann hjálpar til við hreyfingar axlarblaða (scapula) með því að láta hendina ná meiri snúningi. AC liðurinn er fastur með þremur sinum eða liðböndum en þau eru acromioclavicular ligament, coracoacromial ligament og coracoclavicular ligament.

Neðan á lateral enda er smá hnúður teverculum conoideus sem er festa fyrir ligament. Neðan á medial enda er einnig smá hnúður tuberositas costae sem er einnig festing fyrir ligament.

Megin hlutverk viðbeins er að veita festingu fyrir herðarblað (scapula) til þess að það haldist á réttum stað og að handleggirnir geti hangið lausir. Það hefur hringlaga medial enda og flatan lateral enda.

Viðbein er flokkað sem langbein þrátt fyrir að hafa ekki neitt merghol líkt og önnur langbein. Endar viðbeina eru úr dæmigerðu svampbeini en síðan er meginhluti þess þétt bein. Viðbeinið er því líkt og önnur langbein sett saman úr leggpípu (diaphysis) sem er úr þéttu beini en ólíkt öðrum langbeinum hefur það ekki merghol. Viðbeinið hefur síðan kast úr frauðbeini sem er með skel úr þéttu beini. Líkt og flest langbein eru þau bogin og virka sem vogarstangir til að bera þunga eða hjálpa til við hreyfingar.

Viðbein (claviculum) dregur nafn sitt úr latínu þar sem claviculum stendur fyrir lítill lykill en það skýrst á því að beinið snýst líkt og lykill þegar öxlin er hreyfð í hringlaga hreyfingu.

Slys á viðbeini

Viðbein eru þau bein í líkamanum sem brotna oftast af öllum beinum og eru ýmsar ástæður fyrir því.

Þau brotna oftast fyrir miðju, þriðjung lengdar þess en það er veikasti punktur viðbeina. Til dæmis berum við oft fyrir okkur þunga á hendurnar sem enda síðan á viðbeinunum og við mörg slys á hálku geta einstaklingar lent á öxlinni sem veldur því að viðbeinið brotni. Viðbeinin brotna einnig oft við iðkun á íþróttum þá sérstaklega útaf ýmsum höggum á svæðið, en til dæmis er algengt að fólk brjóti viðbeinin á snjóbretti þegar fólk ber fyrir sig hendurnar í falli.[heimild vantar]

Viðbeinið getur einnig brotnað í bílslysum þar sem fólk er í beltum getur valdið skaða á median nerve sem liggur á milli clavicle og annars rifbeins. Algengt er að viðbeinin barna brotni við erfiðar fæðingar en þau brot eru yfirleitt fljót að gróa.

Flestir brot á viðbeini gróa frekar auðveldlega án þess að það þurfi að gera nokkuð. Staðsetningin á viðbeininu veldur því þó að brot geta valdið fólki miklum ama og hefur það mikil áhrif á hinar ýmsu hreyfingar fólks. Það getur reynst erfitt að sofa fyrstu næturnar eftir að maður brýtur viðbein þar sem erfitt getur verið að liggja á öxlinni án þess að finna fyrir miklum sársauka.

Einkenni viðbeinsbrots eru sársauki og þá sérstaklega við hreyfingar upp á við, líkt og að lyfta höndum upp fyrir haus. Svæðið bólgnar oft upp en þegar bólgan er farin úr svæðinu getur maður oft fundið fyrir brotinu með því að þreifa á viðbeininu. Svæðið í kringum brotið getur verið aumt og það getur komið mikill sársauki þegar hendin er hreyfð.

Erfitt er að búa að viðbeinsbroti þar sem nær ómögulegt er að láta viðbeinið í gifs. Í stað gifs er reynt að nota ólar sem strekkja á viðbeininu og láta það haldast á réttum stað og hjálpa til við að minnka sársaukann. Algengast er því að nota ólina og gefa verkjastillandi lyf eftir því sem þarf. Teknar eru röngtenmyndir á nokkra vikna fresti til að fylgjast gróandanum. Meira en 90% af þeim sem viðbeinsbrotna ná sér aftur án þess að það þurfa í aðgerð

Tími sem það tekur viðbein að gróa fer eftir ýmsu til dæmis aldri, heilsu og staðsetningu brots. Fullorðnir þurfa yfirleitt að nota ólar í þrjár til fjórar vikur á meðan að unglingar og börn þurfa styttri tíma allt niður í 2 vikur. Það tekur þó töluvert lengri tíma að ná fullum bata. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar hafa 85-100% sjúklinga náð sér að fullu eftir níu til tólf mánuði.

Herðablað

Líkt og viðbein tilheyrir herðablað limagrind en það myndar margar vöðvafestur og er mikilvægur hlekkur í tengingu handleggja við ásgrind, þ.e. að tengja upphandlegg við viðbein. Herðablaðið liggur upp að öðru til sjöunda rifi aftan á thorax en sá hluti herðablaðs sem snýr að að rifbeinum nefnist rifjaflötur og er mikilvæg vöðvafesta fyrir axlarvöðva sem sjá um að hreyfa handlegginn.

Herðablað er flokkað sem flatbein úr þéttu beini með frauðbeini á milli og er nálægt því að vera þríhyrningslaga en herðablaðið mjókkar niður.

Efri brún brún herðablaðsins er styðst og þynnst og liggur frá medial angle herðablaðsins að krummahyrnu en hliðlæga brúnin, sem er þykkust brúnanna þriggja, liggur frá neðri hluta axlarliðs og endar í neðra horni. Efri brún beinsins og medial-brún mætast síðan í efra horni, efsta hluta herðablaðsins, en medial brúnin er lengst þeirra þriggja. Í þessar þrjár brúnir festast vöðvar sem halda herðablaðinu á sínum stað.

Horn herðablaðsins eru þrjú og eru þau efra horn, neðra horn og miðhorn. Medial hornið er þunnt, slétt og rúnnað og er myndað af mótum superior og medial brúnanna. Neðra horn herðablaðsins er hins vegar þykkt og hrjúft og myndast þar sem medial brúnin og lateral brúnin mætast, eins og áður sagði. Festingar myndast á baklægum hluta þess fyrir Teres major of oft festingar fyrir þræði sem tengjast upphandleggsvöðvanum. Þykkasti hluti beinsins er þá lateral horn herðablaðsins og er oft kallað „höfuð herðablaðsins“ en því horni tengist axlarliðurinn.

Úr lateral enda efri brúnar herðablaðs gengur krummahyrna en hún er mikilvæg festing fyrir axlarvöðva. Aftan á herðablaðinu liggur herðablaðskambur þvert yfir herðablaðið ofarlega en ofan og neðan við kambinn má síðan finna ofan- og neðankambsgróf sem mynda einnig mikilvægar vöðvafestur.

Herðablaðskamburinn endar lateralt í axlarhyrnu sem er hápunktur axlarinnar. Acromion er stór, þríhyrningslaga en aflangur flötur, flatur frá aftari hluta að þeim fremri. Hlutur beinsins kemur fyrst lateralt út frá herðablaðinu (aftan frá séð) en beygist svo fram og upp, og ver þannig axlarliðinn. Ofan á er axlarhyrnan flöt og yfirborð hennar óreglulegt en þar eru festingar til Pectoralis minor. Neðan á er yfirborð hennar slétt en medial og lateral brúnir hennar eru hrjúfar og gefa festingar fyrir taugar og vöðva.

Axlarliðurinn er kúluliður en hann snýr lateralt frá herðablaðinu en í liðholinu situr höfuð upphandlegsbeinsins (caput humerus). Þvermál liðholsins er mest lóðrétt og er liðholið breiðara að neðan en ofan. Brjósk þekur liðholið að innanverðu.

Slys á herðablaði

Slys á herðablaði eru óalgeng en mikið er um bæði smá og stórvægileg eymsli eða meiðsli í vöðvum eða sinum sem því tengjast, eða öxlinni í heild.

Öxlin sjálf

Eins og fram hefur komið í textanum hér á undan er öxlin (axlarliðurinn) hreyfanlegasti hluti líkamans. Þetta svæði er gríðarlega flókið en þar liggja æðar og taugar niður í handlegg frá axlarsvæðinu.

Oft þróast smám saman vandamál tengd vöðvum og öðru sem á axlarsvæði finnast en algengustu meðslin tengjast oft slitnum vöðvaþráðum og bólgum, til dæmis í sinaslíðrum eða liðpokum. Þau eymsli geta verið langvarandi og erfið meðhöndlunar en aðgerðir á öxl eru algengar, sem og meðferðir hjá sjúkraþjálfa til þess að losna við eymslin og minnka áverka meiðsla.

Minnkuð hreyfigeta á axlarsvæði getur haft mikil óþægindi í för með sér en flestir eru vanir þeirri miklu hreyfigetu sem liðurinn hefur upp á að bjóða, og eiga því erfitt með ýmis einföld verkefni ef eitthvað kemur upp á. Því er mikilvægt að huga vel að meiðslum á því svæði, fá álit hjá læknum og góða meðhöndlun við meiðslum, eins og fram kom áður.

Ef axlargrindin væri ekki eins uppbyggð og hún er í raun, hefðu menn mun minni hreyfigetu og ættu því erfitt með mörg verkefni sem eru mjög einföld í dag. Á þessu svæði er mikið samspil beina, vöðva, sina og æða, auk fleiri þátta en það gerir axlargrindina eins heillandi og hún er.

Heimildir