Bajkalvatn
Bajkalvatn er stöðuvatn í sunnanverðri Síberíu í Rússlandi. Er það dýpsta og elsta stöðuvatn heims, 1,642 m djúpt og 25–30 miljón ára gamalt auk þess að vera stærsta ferskvatns-stöðuvatn jarðar að rúmáli, 23.615 km³ og inniheldur 22 til 23% af öllu yfirborðs ferskvatni jarðar. Einnig er það sjöunda stærsta stöðuvatn jarðar, 31.500 km2 að flatarmáli.
Í Bajkalvatn renna um 336 ferskvatnsár og lækir en eina afrennslið úr því er Angarafljót. Er það fjölsóttur ferðamannastaður og þekktasta kennileiti þess er Olkoneyja í miðju vatninu. Við vatnið eru miklar árstíðar hitasveiflur, allt frá −19 °C á vetrum til 14 °C á sumrin og leggur það yfirleitt alveg frá desember fram í maí. Víða er jarðhiti og jarðskjálftar eru tíðir.
Dýralíf
Í vatninu er gríðarlega fjölbreytt lífríki og 60% allra dýrategunda í vatninu finnast þar eingöngu. Eina spendýrið sem lifir í vatninu er bajkalselur (Phoca sibirica) sem er afbrigði hringanóra. Lítið var vitað um vatnið fyrr en Síberíujárnbrautin var lögð kringum aldamótin 1900. Í vatninu eru þörungar sem hreinsa óhreinindi úr vatninu