Barrey

Barrey innan Suðureyja
Fáni Barreyjar

Barrey (skosk gelíska: BarraighEilean Bharraigh; enska: Barra) er eyja í Ytri Suðureyjum við vesturströnd Skotlands. Hún er önnur syðsta byggða eyja Suðureyja. Samkvæmt manntali frá 2011 voru íbúar Barreyjar 1.174. Hlutfall gelískumælandi íbúa var 62%.

Barrey er um það bil 60 km² að flatarmáli. Stærsta þorpið í eyjunni er Castlebay (Bàgh a' Chaisteil). Malarvegur fer í hring um eyjuna þar sem flest húsin eru. Innri hluti eyjunnar er fjöllóttur og óbyggður.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.