Basar
Basar er á Íslandi ofast haft um útsölu eða markað á vörum til ágóða fyrir félag eða góðgerðastofnun. Basar getur þó líka átt við sölutorg eða borgarsvæði í Austurlöndum þar sem haldinn er markaður allan ársins hring, eins og t.d. Khan El-Khalili í Kaíró.
Basar á Íslandi
Þegar fyrst var farið að halda basar á Íslandi, um miðja 19. öld, auglýsti Þjóðólfur basar og lét þessa skýringu fylgja: Basar er eins konar bráðabirgðar-sölubúð, eða glysmarkaður fyrir ýmsa muni, sem menn safna saman áður með gjöfum, samskotum eða innkaupum, til að selja aftur og fá fé fyrir, sem þá er varið samkvæmt áður ákveðnu augnamiði.