Beerenberg
Beerenberg er 2277 metra hátt eldfjall á Jan Mayen. Jökull þekur fjallið og liggja úr því skriðjöklar niður að sjó. Beerenberg þýðir Bjarnarfjall á hollensku en hollenskir hvalveiðimenn voru á þessum slóðum á 17. öld og sáu þar ísbirni. Fjallið gaus síðast árið 1985 en söguleg gos sem vitað er um áttu sér stað árin 1732, 1818, 1851 og 1970. Beerenberg er nyrsta eldfjall á jörðinni.
Heimild
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Beerenberg.
Fyrirmynd greinarinnar var „Beerenberg“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18.september 2016.