Bleshæna

Bleshæna
Bleshæna
Bleshæna

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Tranfuglar (Gruiformes)
Ætt: Relluætt (Rallidae)
Ættkvísl: Fulica
Tegund:
F. atra

Tvínefni
Fulica atra
Linnaeus, 1758
Fulica atra

Bleshæna (fræðiheiti: fulica atra), einnig kölluð vatnahæna og vatnaönd, er af relluætt. Bleshæna er flækingur á Íslandi en hefur þó orpið hér. Í Ástralíu lifir undirtegund er nefnist Australian Coot.

Útbreiðsla

Bleshænan lifir við ferskvatnstjarnir og vötn um mestalla Evrópu, Asíu, Ástralíu og Afríku. Nýlega hefur hún einnig numið land á Nýja-Sjálandi. Hún heldur sig helst á mildari stöðum en færir sig um set sunnar og vestar í mestallri Asíu þegar vötn og tjarnir leggur á veturnar.

Útlit

Hún er um 32 — 42 cm löng og vegur um 585 til 1100 gr. Hún er að mestu svört utan hvíta rák framan á höfðinu sem hún dregur Íslenska nafnið sitt, bleshæna dregur hún af þessar rönd sem líkist og blesa á hestum. Frekar kubbslega vaxin, með stutt stél, fæturnir eru mjög aftarlega á búknum og langar tær.

Fæða

Bleshænan er alæta og borðar jafnt egg annara fugla sem og þörunga, ýmsan gróður, fræ og aldin.

Tilvísanir

  1. BirdLife International (2012). Fulica atra. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013.2. Sótt 26. nóvember 2013.

Tenglar