Bleshæna
Bleshæna | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Bleshæna
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Fulica atra Linnaeus, 1758 |
Bleshæna (fræðiheiti: fulica atra), einnig kölluð vatnahæna og vatnaönd, er af relluætt. Bleshæna er flækingur á Íslandi en hefur þó orpið hér. Í Ástralíu lifir undirtegund er nefnist Australian Coot.
Útbreiðsla
Bleshænan lifir við ferskvatnstjarnir og vötn um mestalla Evrópu, Asíu, Ástralíu og Afríku. Nýlega hefur hún einnig numið land á Nýja-Sjálandi. Hún heldur sig helst á mildari stöðum en færir sig um set sunnar og vestar í mestallri Asíu þegar vötn og tjarnir leggur á veturnar.
Útlit
Hún er um 32 — 42 cm löng og vegur um 585 til 1100 gr. Hún er að mestu svört utan hvíta rák framan á höfðinu sem hún dregur Íslenska nafnið sitt, bleshæna dregur hún af þessar rönd sem líkist og blesa á hestum. Frekar kubbslega vaxin, með stutt stél, fæturnir eru mjög aftarlega á búknum og langar tær.
Fæða
Bleshænan er alæta og borðar jafnt egg annara fugla sem og þörunga, ýmsan gróður, fræ og aldin.
Tilvísanir
- ↑ BirdLife International (2012). „Fulica atra“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013.2. Sótt 26. nóvember 2013.
Tenglar
- Bleshæna heimsækir Héraðsbúa Geymt 22 september 2015 í Wayback Machine Náttúrustofa Austurlands (skoðað 22. febrúar, 2014)
- Bleshæna við Fýluvog Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine Fuglavefur Djúpavogs(skoðað 22. febrúar, 2014)
- Bleshæna í Bolungarvíkurhöfn[óvirkur tengill] visir.is (skoðað 22. febrúar, 2014)