Brauðrist

Dæmigerð brauðrist.

Brauðrist (einnig kölluð ristavél) er heimilistæki notað til að rista brauð. Dæmigerð brauðrist notar allt að 1200 vöttum og getur ristað brauð á 1 til 3 mínúta. Mörg fyrirtæki framleiða brauðristar, nokkur þekktustu eru:

Rafmagnsbrauðristar komu á markað á Íslandi á seinni hluta þriðja áratugarins. Þannig voru brauðristar meðal ramagnstækja sem auglýst voru til sölu fyrir jólin 1927.[1] Árið eftir birtist svohljóðandi auglýsing í tímaritinu Fálkanum: Hafið þjer smakkað brúnað franksbrauð? Kaupið Therma brauðrist og brúnið brauðið á borðinu hjá yður. Þjer munuð aldrei borða óbrúnað brauð eftir það.[2]

Tilvísanir

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.