C-lykill

Altlykill.
Tenórlykill.

C-lykill er lykill notaður í nótnaskrift til að tákna staðsetningu nótunnar mið-C. Hann var á öldum áður mest notaði lykillinn, og var til einn fyrir hverja söngrödd. Í dag eru einungis alt- og tenór-lyklarnir notaðir. Þeir eru með sjaldgæfustu lyklunum: Alt-lykill er vanalega notaður af víólum og tenór Viola da Gama og stundum notaður af básúnum, tenór-lykillinn er stundum notaður af fagottum, sellóum, kontrabössum og básúnum til að forðast of mikið af aukalínum. Myndir af þessum tveimur lyklum eru hér til hliðar.