Carrie Lam

Carrie Lam
林鄭月娥
Carrie Lam árið 2019
Stjórnarformaður Hong Kong
Í embætti
1. júlí 2017 – 30. júní 2022
Persónulegar upplýsingar
Fædd13. maí 1957 (1957-05-13) (67 ára)
Hong Kong
MakiLam Siu-por (g. 1984)
Börn2
HáskóliHáskólinn í Hong Kong
Undirskrift

Carrie Lam Cheng Yuet-ngor (f. 13. maí 1957) er kínverskur stjórnmálamaður frá Hong Kong sem var stjórnarformaður heimastjórnar Hong Kong frá árinu 2017 til ársins 2022.

Lam var kjörin í embætti stjórnarformanns Hong Kong árið 2017. Xi Jinping, forseti Alþýðulýðveldisins Kína, sór hana í embættið þann 1. júlí, þegar 20 ár voru liðin frá því að Bretar skiluðu stjórn Hong Kong til Kína. Lam er talin mjög höll undir meginlandsstjórn alþýðulýðveldisins og þúsundir Hong Kong-búa mótmæltu embættistöku hennar af ótta við að stjórn hennar myndi skerða sérstöðu og sjálfstjórn borgarinnar.[1]

Frá júní 2019 hafa fjöldamótmæli farið fram í Hong Kong gegn stjórn Lam. Mótmælin hófust vegna umdeilds lagafrumvarps sem Lag hugðist setja sem átti að heimila framsal á brotafólki frá Hong Kong til meginlandsins, til Makaó og til Taívan.[2] Í upphafi mótmælanna sagði Lam að um væri að ræða „skipulagðar óeirðir“ og sagði að ofbeldi sem brotist hefði út milli mótmælenda og lögreglu væru „óásættanleg“.[3][4]

Þann 15. júní lýsti Lam því yfir að framsalsfrumvarpinu hefði verið frestað[5] og þann 9. júlí lýsti hún því yfir að frumvarpið væri „dautt“.[6] Frumvarpið var síðan formlega dregið til baka þann 4. september.[7] Tveimur dögum fyrr sagði Lam að hún myndi segja af sér sem stjórnarformaður ef hún gæti og sagðist hafa „mjög takmarkað vald“ til að leysa áframhaldandi deilur í Hong Kong þar sem stjórnvöld Alþýðulýðveldisins litu nú á óeirðirnar sem þjóðarör­ygg­is- og full­veld­is­vanda fyr­ir Kína.[8]

Tilvísanir

  1. „Segja samning við Breta engu skipta“. Viðskiptablaðið. 1. júlí 2017. Sótt 2. október 2019.
  2. „Mót­mæli magn­ast í Hong Kong“. mbl.is. 12. júní 2019. Sótt 2. október 2019.
  3. Ævar Örn Jósepsson (13. júní 2019). „Segir mótmæli gærdagsins „skipulagðar óeirðir". RÚV. Sótt 2. október 2019.
  4. Oddur Ævar Gunnarsson (12. júní 2019). „Segir mót­mælin í Hong Kong vera skipu­lagðar ó­eirðir“. Fréttablaðið. Sótt 2. október 2019.
  5. „Stjórn­völd í Hong Kong hætta við áform“. mbl.is. 15. júní 2019. Sótt 2. október 2019.
  6. „Framsals­frum­varpið „dautt". mbl.is. 9. júlí 2019. Sótt 2. október 2019.
  7. „Umdeilt frumvarp formlega dregið til baka“. RÚV. 4. september 2019. Sótt 2. október 2019.
  8. „Lam: Myndi hætta ef hún gæti“. mbl.is. 2. september 2019. Sótt 2. október 2019.


Fyrirrennari:
Leung Chun-ying
Stjórnarformaður Hong Kong
(1. júlí 201730. júní 2022)
Eftirmaður:
John Lee