Cassius Dio

Lucius Claudius Cassius Dio best þekktur sem Cassius Dio eða Dio Cassiusforngrísku: Δίων ὁ Κάσσιος) (f. um 150, d. um 235) var rómverskur sagnaritari og stjórnmálamaður. Cassius Dio samdi rit um sögu Rómaveldis sem spannaði 983 ára langt tímabil, frá komu Eneasar til Ítalíu til ársins 229. Ritið, sem var á grísku, var í 80 bókum og ritað á 22 ára löngum tíma. Bækur 36-54 (sem fjalla um árin 68 – 10 f.Kr.) eru varðveittar; útdrættir úr bókum 55-60 (9 f.Kr. – 46 e.Kr.) eru til og bækur 79-80 (217 – 220 e.Kr.) eru varðveittar að hluta. Hann samdi einnig rit um drauma og um borgarastríðin 193 – 197 en þau eru bæði glötuð.

  Þessi fornfræðigrein sem tengist sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.