Crater Lake-þjóðgarðurinn

Útsýni yfir Crater Lake.

Crater Lake National Park er þjóðgarður í suðurhluta Oregonfylkis í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Fossafjöllum. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1902 og er fimmti elsti þjóðgarður Bandaríkjanna. Hann spannar öskju fjallsins Mount Mazama sem féll saman fyrir 7700 árum og myndaði vatnið Crater Lake. Vatnið er allt að 594 metra djúpt og er það dýpsta á Vesturhveli og það þriðja dýpsta í heimi. Barrskógur og ýmis spendýr eru innan þjóðgarðsins.

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „Crater Lake National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. september, 2016.