Criminal Minds (1. þáttaröð)

Fyrsta þáttaröðin af Criminal Minds var frumsýnd 22. september 2005 og sýndir voru 22 þættir.

Aðalleikarar

Aukaleikarar

Þættir

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Extreme Aggressor Jeff Davis Richard Shepard 22.09.2005 1 - 2
Þegar fjórðu konunni er rænt í Seattle, þá er óskað eftir liði Atferlisgreiningardeildar (AGD) Bandarísku alríkislögreglunnar til þess að aðstoða við leitina að raðmorðingjanum.
Compulsion Jeff Davis Charles Haid 28.09.2005 2 - 2
Brennuvargur gengur laus við háskóla í Tempe, Arizona.
Won´t Get Fooled Again Aaron Zelman Kevin Bray 05.10.2005 3 - 3
Þegar eftirhermu sprengjumaður byrjar að hræða samfélag í Flórída, þá þarf Gideon að biðja um aðstoð frá gömlum andstæðingi.
Plain Sight Edward Allen Bernero Matt Earl Beesley 12.10.2005 4 - 4
Lið AGD ferðast til Suður-Kaliforníu til þess að stoppa Tommy morðingjann sem er raðnauðgari og -morðingi sem límir aftur augu fórnarlamba sinna.
Broken Mirror Judith McCreary Guy Norman Bee 19.10.2005 5 - 5
Lið AGD aðstoðar við leit að dóttur saksóknara sem var rænt. Svo virðist sem ræninginn sækist ekki eftir peningum heldur eftir tvíburasystur hennar líka.
L.D.S.K. Andrew Wilder Ernest Dickerson 02.11.2005 6 – 6
Leyniskytta eða langfjarlægðar raðmorðingi (Long distance serial killer) skýtur fórnarlömb sín um miðjan daginn.
The Fox Simon Mirren Guy Norman Bee 09.11.2005 7 - 7
Lið AGD leitar að raðmorðingja sem tekur heilu fjölskyldurnar sem gísla og tekur svo yfir hlutverkinu sem húsfaðirinn áður en hann drepur þau.
Natural Born Killer Erica Messer og Debra J. Fisher Peter Ellis 16.11.2005 8 - 8
Þegar heil fjölskylda í Baltimore er myrt og leynilögreglumaður hverfur, þá kemst AGD liðið að því að um raðmorðingja er að ræða sem vinnur fyrir sér sem leigumorðingi. Byggt á Richard Kuklinski.
Derailed Jeff Davis Félix Enríquez Alcalá 23.11.2005 9 - 9
Ofsóknaróður geðklofasjúklingur tekur Elle og fjóra aðra í gíslingu um borð í lest í Texas. Telur hann að bandarísk yfirvöld hafi komið fyrir örtölvukubbi í handleggi sínum. Byggt á Ralph Tortorici.
The Popular Kids Edward Allen Bernero Andy Wolk 30.11.2005 10 - 10
Lið AGD aðstoðar við leit á morðingja sem drap unglingspilt og rændi kærustu hans. Ummerki um djöfladýrkun finnast á glæpavettvangi.
Blood Hungry Ed Napier Charles Haid 14.12.2005 11 - 11
Lið AGD ferðast til Tennessee í leit sinni að geðveikum morðingja með mannátshneigð. Byggt á Richard Trenton Chase.
What Fresh Hell Judith McCreary Adam Davidson 11.01.2006 12 - 12
Þegar ungri stúlku er rænt í almenningsgarði þá keppist lið AGD við tímann í leit sinni að mannræningjanum áður en hann drepur hana.
Poison Aaron Zelman Thomas J. Wright 18.01.2006 13 – 13
Lið AGD ferðast til New Jersey, þar sem eitrað hefur verið fyrir hópi fólks og man það ekkert eftir hvar það var þegar það gerðist.
Riding the Lightning Simon Mirren Chris Long 25.01.2006 14 - 14
Eftir að hafa tekið viðtal við hjón sem verða tekin af lífi eftir tvo daga, þá uppgvötar Gideon að konan er saklaus og reynir hann að öllum mætti að sanna það áður en hún verður tekin af lífi.
Unfinished Business Erica Messe og Debra J. Fisher J. Miller Tobin 01.03.2006 15 - 15
Þegar lærisfaðir Gideons gefur út bók um raðmorðingja sem hvarf fyrir tuttugu árum, þá kemur raðmorðinginn aftur upp á yfirborðið og byrjar að drepa aftur. Byggt á BTK.
The Tribe Andrew Wilder Matt Earl Beesley 08.03.2006 16 – 16
Trúarleg morð í Nýju Mexíkó virðast vera framin af Indíána en lið AGD finnur vísbendingar sem leiðir þau að trúarsöfnuði sem er að reyna að stofna til stríðs á milli Indíána og hvítra. Byggt á Charles Manson morðunum.
A Real Rain Chris Mundy Gloria Muzio 22.03.2006 17 - 17
Raðmorðingi á Manhattan tekur fyrrverandi glæpamenn af lífi.
Somebody´s Watching Ed Napier Paul Shapiro 29.03.2006 18 - 18
Eftir að hafa haldið fyrirlestur á ráðstefnu í Hollywodd er Reid beðinn um að fylgjast með ungri stjörnu sem er ofsótt af morðóðum eltihrelli.
Machismo Aaron Zelman Guy Norman Bee 12.04.2006 19 - 19
Lið AGD ferðast til Mexíkó til þess að aðstoða við leitina að raðmorðingja sem drepur eldri konur. Lendir liðið upp á kant við yfirvöld og lögregluna þar sem talið er að raðmorðingjar séu bandarísk fyrirbæri. Byggt á Juana Barraza.
Charm and Harm Erica Messer og Debra J. Fisher Félix Enríquez Alcalá 19.04.2006 20 - 20
Raðmorðingi sem misþyrmir og drekkir fórnarlömbum sínum gengur laus um Flórída fylki og gengur erfiðlega að finna hann þrátt fyrir að lögreglan viti hver hann er.
Secrets and Lies Simon Mirren Matt Earl Beesley 03.05.2006 21 - 21
Lið AGD er beðið um að finna uppljóstrara innan deildar hjá bandarísku leyniþjónustunni eftir að meðlimur hennar finnst myrtur.
The Fisher King (Part 1) Edwar Allen Bernero Edward Allen Bernero 10.05.2006 22 - 22
Sérhver meðlimur liðsins fær senda vísbendingu frá geiðveikum raðmorðingja á meðan þau eru í fríi, þar sem hann skorar á þau að finna næsta fórnarlamb hans.

Heimild