Cthulhu

Teikning af Cthulhu eftir Lovecraft.

Cthulhu er goðsagnavera sem kom fyrst fram í sögum bandaríska rithöfundarins H.P. Lovecraft. Hún kom fyrst fyrir í smásögunni „The Call of Cthulhu“ sem birtist í tímaritinu Weird Tales árið 1928. Í söguheimi Lovecrafts, sem er oftast kenndur við Cthulhu, er Cthulhu ævaforn og öflugur guð sem kom upphaflega frá geimnum til jarðar og er dýrkaður af trúarhópum víða um heim. Í sögunum er Cthulhu lýst sem blöndu af kolkrabba, dreka og eins konar mannsmynd, en sagt er að fólk sem lítur hann augum missi vitið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.