Dómkirkja

Dómkirkja
Lútherska Dómkirkjan í Helsinki er frægasta kirkjan í Finnlandi

Dómkirkja er kristin kirkjubygging sem er höfuðkirkja biskupsdæmis og geymir biskupsstólinn eða hásæti biskups.

Dómkirkjur á Íslandi

Á Íslandi voru lengst af tvær dómkirkjur; á Hólum í Hjaltadal og í Skálholti. Þar voru einnig sæti tveggja biskupa Íslands. Núna eru tvær dómkirkjur á Íslandi, báðar í Reykjavík. Þetta eru Dómkirkjan í Reykjavík og Kristskirkja á Landakoti.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.