Deep Purple
Deep Purple er ensk rokkhljómsveit. Purple ásamt Black Sabbath og Led Zeppelin hafa haft mikil áhrif á þungarokk. Meðal þekktustu laga þeirra eru Smoke on the water og Child in time.
Sveitin var stofnuð árið 1968 í Hertford. Liðskipan sveitarinnar hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum árin. Þekktasta og vinsælasta liðskipanin var frá 1969 til 1973 með Ian Gillan (söngur), Jon Lord (hljómborð/orgel), Roger Glover (bassi), Ian Paice (trommur) og Ritchie Blackmore (gítar). Þessi liðskipan kom aftur saman 1984–1989 og 1992–1993. Árin 1976–1984 tók Deep Purple hlé. Fyrrum meðlimir sveitarinnar stofnuðu þá aðrar hljómsveitir: Ritchie Blackmore stofnaði Rainbow, David Coverdale stofnaði Whitesnake og Ian Gillan stofnaði Ian Gillan Band. Gítarleikarinn Steve Morse spilaði með Deep Purple frá 1994 til 2022. Ian Gillan hefur lengst af verið söngvari sveitarinnar en aðrir söngvarar hafa verið Rod Evans í blábyrjun og David Coverdale frá 1973–1976. Árið 2022 varð Simon Mcbride nýr gítarleikari sveitarinnar.
Deep Purple hefur spilað á Íslandi nokkrum sinnum, árin 1971, 2004, 2007 og 2012.[1][2]
Breiðskífur
- Shades of Deep Purple (1968)
- The Book of Taliesyn (1968)
- Deep Purple (1969)
- Deep Purple in Rock (1970)
- Fireball (1971)
- Machine Head (1972)
- Who Do We Think We Are (1973)
- Burn (1974)
- Stormbringer (1974)
- Come Taste the Band (1975)
- Perfect Strangers (1984)
- The House of Blue Light (1987)
- Slaves and Masters (1990)
- The Battle Rages On... (1993)
- Purpendicular (1996)
- Abandon (1998)
- Bananas (2003)
- Rapture of the Deep (2005)
- Now What?! (2013)
- Infinite (2017)
- Whoosh (2020)
- Turning to Crime (2021)
- = 1 (2024)