Digimon Frontier
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Digimon Frontier er fjórða Digimon serían og er hún algerlega óháð hinum seríunum. Serían hefur fimmtíu þætti og var sá fyrsti sýndur 7. apríl 2002 á Fuji TV.
Nokkrir krakkar komast í stafræna heiminn og finna digisálir hinna tíu forna stríðsmannana, sem leyfa þeim að breytast í digimona.
Persónur
Kanbara Takuya
Takuya er hugrakkur strákur, 10 ára að aldri. Hann er leiðtogi krakkana en er sífelt að rífast við Kouji. Efnið hans er eldur og breytist hann í Agnimon og Vritramon.
Minamoto Kouji
Kouji er í upphafi svokallaður félagsskítur. Hann er oft að rífast við Takuya. Kouji er 10 ára og efnið hans er ljós. Hann breytist í Wolfmon og Garmmon.
Orimoto Izumi
Izumi (en. Zoe) er eina stelpan í hópnum. Hún er 11 ára gömul og efnið hennar er vindur. Hún getur breyst í Fairymon og Shutumon.
Shibayama Junpei
Junpei (en. JP) er lífsglaður strákur með aðeins ofþyngd. Hann er skotinn í Izumi, en hún ekki í hann. Með 12 árum er hann elstur í hópnum og efnið hans er elding. Junpei breytist í Blitzmon og Bolgmon.
Himi Tomoki
Tomoki (en. Tommy) er sá yngsti í hópnum og er sífelt að skræla. Hann er einungis 9 ára gamall og breytist í Chakkumon og Blizzarmon. Efnið hans er ís.
Bokomon og Neemon
Tveir digimonar, sem fylgja krökkunum sífelt og útskíra þeim hvernig hlutirnir virka í stafræna heiminum.
Kimura Kouichi
Kouichi er mjög einmana. Hann elskar móður sína heitt og er reiður á bróðir sínum og föður að skilja þau eftir. Hann ásakar þau fyrir það að móðir hans er óhamingjusöm. Kouichi er 10 ára að aldri og breytist í Löwemon og Kaiser Leomon með efninu myrkur. Þó í upphafi er hann Duskmon.
Söguþráður
Nokkrir krakkar komast í stafræna heiminn og finna digisálir hinna tíu forna stríðsmannana, sem leyfa þeim að breytast í digimona.
Takuya fær undursamlegt SMS skeyti, sem segir honum að fara til Shibuya, þar sem nokkrar neðanjarðarlestir bíða. Hann kemst á staðinn akkurat þegar þær fara af stað og tekst honum að komast á eina á síðustu sekúndu. Inni hittir hann á fleiri krakka, stelpu, sem heitir Izumi og tvo stráka, Junpei og Tomoki litli.
Eftir nokkurn tíma kemur lestin, ásamt krakkana, í stafræna heiminn og breytast þar símar krakkana í D-scanna, tegund digitækja. Lestin, sem er digimoninn Trailmon Worm, hendir þau út þar og segir þeim að finna sálirnar til að komast heim aftur. Tomoki, sem er sá yngsti í hópnum, fer að grenja og hleypir af stað, eltandi teinanna, sem Trailmon hafði komið á. Takuya eltir hann til að róa hann niður. Þá hviknar grænur eldur ekki langt frá þeim og tveir digimonar, Bokomon og Neemon, hlaupa skelfingu lostnir að þeim og fela sig fyrir aftan Takuya. Cerberumon, sem elti þau, ákallar þá um að gefa honum sálina og spýr aftur eld. Þau hlaupa á teinarnar þegar jörðin, er þau stóðu á hverfur með eldinum. Takuya, Tomoki og digimonarnir tveir detta í gilið. Þar byrjar D-scaninn hans Takuya að lýsa og byrtist digisál fyrir framan þeim. Cerberumon, sem sá það stekkur að sálinni til að eignast hana, en verður brenndur af bláum eldi og hendir sér með sára og reiðiöskur til jarðar. Takuya hins vegar kemst að sálinni án þess að brennast og með hjálp sálarinnar breytist hann í Agnimon.
Cerberumon, sem er orðinn æfareiður ræðst á Agnimon. Þeir berjast í nokkra stund og sigrar Agnimon andstæðinginn, skannar gögnin hans og breytir hann þar með í digiegg. Örmagna eftir bardaganum breytist Agnimon aftur í Takuya.
Myndir
Gerð var ein mynd, sem tengist seríunni. Revival of the Ancient Digimon var frumsýnd 20. júlí 2002.
Tengt efni
Tenglar
- Toei Digimon_F - Japanska Toei Digimon Frontier síðan
- Frontier á Wikimon