Djúpavík
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4f/Dj%C3%BApav%C3%ADk_2019_Sep_1.jpg/220px-Dj%C3%BApav%C3%ADk_2019_Sep_1.jpg)
Djúpavík er lítið þorp í innanverðum Reykjarfirði og var ein af þremur verslunarstöðum í firðinum ásamt Kúvíkum og Gjögri.
Djúpavík var áður fyrr stór síldarverstöð og stendur síldarvinnsluhúsið þar ennþá en öll vinnsla er hætt.
Í dag er rekið hótel þar í gamla kvennabragganum.
Nafnið Djúpavík er beygt þannig að forliðurinn beygist ekki þar sem víkin er (talin) kennd við djúpin (hk.) á firðinum fyrir utan en ekki dýpið í víkinni sjálfri.
Heimildir
Tenglar
- Þar sem gamli tíminn andar; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1985
- Ljósmyndir 2001, islandsmyndir.is Geymt 7 ágúst 2011 í Wayback Machine
- Ljósmyndir 2010, islandsmyndir.is Geymt 7 ágúst 2011 í Wayback Machine
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/ce/Flag_of_Iceland.svg/40px-Flag_of_Iceland.svg.png)