Dreifbýli

Vík í Mýrdal er þéttbýli á landsbyggðinni, en Reynishverfi þar rétt hjá er dreifbýli.

Dreifbýli eða strjálbýli er landsvæði þar sem fólk býr dreift, ólíkt þéttbýli (eins og bæjum og borgum) þar sem margt fólk býr þétt saman. Skilgreining á dreifbýli er samt nokkuð á reiki og getur átt við jafnt um sveitir þar sem eingöngu eru stórjarðir og eins hverfi þar nokkur býli eða íbúðarhús eru saman í bæjaþyrpingu.

Dreifbýli er fyrst og fremst notað sem andstæða við hugtakið þéttbýli, en algengt er að leggja merkingu orðsins „sveit“ í hugtakið dreifbýli, þ.e. svæði þar sem aðalatvinnuvegir tengjast landbúnaði.

Tengt efni

Tenglar