Evrasíska efnahagssambandið
Fáni Evrasíska efnahagssambandsins | |
Aðildarríki | Armenía Hvíta-Rússland Kasakstan Rússland Kirgistan |
Höfuðstöðvar | Almaty (Framkvæmdabanki) Minsk (Réttur) Moskva (Framkvæmdastjórn) |
Leiðtogar - Formaður Framkvæmdastjórnar Evrasíska efnahagssambandsins |
Míkhaíl Mjasníkovítsj |
Flatarmál - Alls |
20.087.480 km² |
Fólksfjöldi - 2014 - Þéttleiki |
176.742.770 (þar með Krímskagi og Sevastópol) 9,01/km² |
VLF - 2013 samtals |
$4,064·10 |
Stofnun - Lagt fram - Stofnun samþykkt - Sáttmáli undirritaður - Stofnað |
1994 18. nóvember 2011 29. maí 2014 1. janúar 2015 |
Gjaldmiðlar aðildarríkja | Armenskt dram Hvítrússnesk rúbla Kasakstönsk tenga Rússnesk rúbla |
Tímabelti | UTC +2 til +12 |
Lén | .am .by .kz .ru |
Evrasíska efnahagssambandið (EVES eða Evrasíusambandið) er efnahagsleg alþjóðasamtök ríkja sem eru staðsett að mestu í Norður-Evrasíu. Sáttmáli vegna stofnunar Evrasíusambandsins var undirritaður þann 29. maí 2014 af Hvíta-Rússlandi, Kasakstan og Rússlandi en samstarf hófst formlega 1. janúar 2015. Sáttmálar um inngöngu Armeníu og Kirgistan voru undirritaðir þann 9. október 2014 og 23. desember sama ár. Inngöngu Armeníu var lokið 2. janúar 2015. Inngöngusáttmáli Kirgistans tók gildi í maí 2015 en það tók þátt í sambandinu frá stofnunardeginum sem aðildarríki.
Íbúar aðildaríkjanna eru 176 milljónir en þar af er 130 milljónir Rússar.[1] Innan sambandsins eru frjáls för varnings, fjármagns, þjónustu og fólks tryggð. Gert er ráð fyrir sameiginlegar stefnur um samgöngur, landbúnað og orku. Stefnt er á því að sameiginlegur gjaldmiðill verði tekinn í notkun í framtíðinni og að samstarf verði nánara. Aðgerðir sambandsins eru framkvæmdar af nokkrum milliríkjastofnunum. Framkvæmdastjórn Evrasíska efnahagssambandsins er framkvæmdavaldið, Réttur Evrasíska efnahagssambandsins er dómsvaldið og svo er Framkvæmdabanki Evrasíu.
Saga
Aðdragandi
Eftir lok Kalda stríðsins og upplausn Sovétríkjanna voru Rússland og hin miðasísku lýðveldi í lélegri efnahagsstöðu og mikið dró úr hagfræðilegum vexti. Í þessum ríkjum voru umfangsmiklar efnahagsumbætur og einkavæðing. Ferlið að samstarfi milli evrasískra landa hófst strax eftir fall Sovétríkjanna, með björgun efnahagstengsla milli þessara nýstofnuðu ríkja að markmiði. Forsetar Hvíta-Rússlands, Kasakstans og Rússlands stofnuðu Samveldi sjálfstæðra ríkja þann 8. desember 1991.
Árið 1994 lagði Núrsultan Nasarbajev fram hugmynd um að stofna viðskiptablokk til þess að komast inn í evrópska og asíska markaði, sem voru þá í mikilli grósku. Litið var á hugmyndina sem leið til að ýta undir verslun, efla fjárfestingar á svæðinu og vinna á móti vestrænum efnahagssamböndum.
Stofnunarsáttmálar (tíundi áratugur)
Á tíunda áratugnum gekk evrasíska samstarfsferlið hægt og rólegt, hugsanlega vegna efnahagskreppu eftir upplausn Sovétríkjanna og stærðar þeirra ríkja sem hún snerti (Rússland, Hvíta-Rússland og Kasakstan nær yfir um 20 milljón km²). Í kjölfar þess voru ýmsir sáttmálar undirritaðir sem leiddi smám saman til stofnunar verslunarblokkar.
Árið 1995 skrifuðu Hvíta-Rússland, Kasakstan og Rússland, og svo síðar Kirgistan og Tadsjikistan, undir fyrstu sáttmálana vegna stofnunar tollsambands. Tilgangur hans var sá að ryðja brautina að opnum landamærum án vegabréfaskoðunar milli aðildarríkja.
Árið 1996 skrifuðu Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan og Rússland undir sáttmála um aukið samstarf á sviðum efnahagsfræði og mannúðar til að koma efnahaglegri samvinnu í gang milli ríkja, sem gerði ráð fyrir myndun sameiginlegs markaðs fyrir varning, þjónustu, fjármagn og vinnuafl og þróun náinna samgöngu-, orku- og upplýsingakerfa.
Árið 1999 skrifuðu Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússland og Tadsjikistan undir sáttmála um tollsambandið og Einstaka efnahagssvæðið og skýrðu frá þeim markmiðum og stefnum sem ríkin myndu taka á við myndun þess og Evrasíska tollsambandsins.
Efnahagsbandalag Evrasíu (2000)
Til að efla nánari efnahahslega sameiningu og samstarf stofnuðu Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússland og Tadsjikistan Efnahagsbandalag Evrasíu árið 2000. Árið 2006 varð Úsbekistan aðildarríki að því. Stofnunarsáttmáli bandalagsins gerði ráð fyrir sameiginlegan markað fyrir aðildarríkin. Bandalagið var byggt á Efnahagsbandalagi Evrópu. Fólksfjöldar bandalaganna voru svipaðir, eða um 171 og 169 milljónir. Svo var annar sáttmáli árið 2003 um Einstaka efnahagssvæðið sem Hvíta-Rússland, Kasakstan og Rússland skrifuðu undir með það markmið að skapa yfirgripsmeiri og nánari sameiginlegan markað. Tilraunir þessara landa héltu áfrám árið 2006 þegar undirbúningsvinna á Evrasíska tollsambandinu hófst.
Tollsamband og sameiginlegur markaður (2010–2012)
Tollsambandið milli Hvíta-Rússlands, Kasakstans og Rússlands varð formlega til 1. janúar 2010. Sambandið lagði áherslu á að útrýma tolla milli aðildarríkja, að skapa sameiginlega stefnu um tolla við önnur lönd, og að leggja niður aðrar hindranir ekki tengdar tollum. Því var hleypt af stokkunum sem fyrsta skrefið að yfirgripsmeiri sameiginlegum markaði byggðum á Evrópusambandinu, en ekki með pólitíska sameiningu að markmiði (eins og Bandalag Suður-Ameríkuþjóða, Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku eða Samband Suðaustur-Asíuríkja). Stefnt var að því að byggja upp bandalag milli fyrrverandi Sovétríkja. Aðildaríkin ætluðu að halda áfram með efnahagslega sameiningu og hyggðust sleppa öllum tollum sín á milli í júlí 2011.
Árið 2011 stakk þáverandi forsætisráðherra Rússlands Vladímír Pútín upp á að stofna Evrasískt efnahagssamband byggt á hugmynd Núrsultans Nasarbajevs. Þann 18. nóvember 2011 skrifuðu forsetar Hvíta-Rússlands, Kasakstans og Rússlands undir sáttmála vegna stofnunar sambandsins fyrir árið 2015. Aðildarríkin settu saman nefnd um að fóstra nánari efnahagstengsl.
Þann 1. janúar 2012 stofnuðu ríkin þrjú Einstaka efnahagssvæðið sem tryggði framkvæmd sameiginlegs markaðs fyrir varning, þjónustur, fjármagn og vinnuafl, og settu fram samhangandi stefnur í sambandi við samgöngur, orku og landbúnað. Samningurinn fólst í sér tímaáætlun um nánari sameiningu og setti Framkvæmdastjórn Evrasíska efnahagssambandsins á laggirnar (byggða á Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins).
Evrasíska efnahagssambandið
Þann 29. maí 2014 skrifuðu forsetar Hvíta-Rússlands, Kasakstans og Rússlands undir stofnunarsáttmála Evrasíska efnahagssambandsins sem tók gildi 1. janúar 2015. Forsetar Armeníu og Kirgistans voru líka til staðar við undirskriftina. Vladímír Pútín, þá forseti Rússlands, sagði, „Í dag höfum við skapað kraftmikla, aðlaðandi miðstöð fyrir efnahagslega þróun, stóran svæðismarkað sem sameinir yfir 170 milljón manns.“ Kasakstanskir stjórnmálamenn lögðu áherslu á því að sambandið væri ekki stjórnmálablokk, frekar efnahagssamband. Bakytsjan Sagintajev aðstoðarforsætisráðherra Kasakstans og helsti samningsmaður sagði, „Við sköpum ekki stjórnmálasamtök; við myndum hreinlega efnahagssamband.“ Svo hélt hann áfram, „þetta er gagnleg leið til að annast ávinninga. Við blöndum okkur ekki í því sem Rússland gerir pólitískt, og þeir geta ekki sagt okkur hver utanríkisstefna okkar eigi að vera.“ Fyrir október hafði sáttmálinn verið samþykktur í öllum þremur þingunum. Þann 9. október sama ár var sambandið stækkað við undirritun sáttmála um aðild Armeníu. Kirgistan skrifaði undir sáttmála 23. desember 2014 og varð fullkomið aðildarríki sambandsins 1. maí 2015.
Heimildir
- ↑ „Evrasíusambandið – Rússland gegn Evrópusambandinu?“, Kjarninn, skoðað þann 1. mars 2015.