Eyðibýli

Eyðibýli kallast bújörð (tún og fasteignir) sem ekki er í ábúð og er ekki nýtt lengur til búskapar af eiganda. Oftast eru íbúðar- og útihús á jörðinni illa farin af veðri og vindum.
Ekki er nákvæmlega vitað hvað eyðibýli eru mörg á Íslandi en ljóst má vera að þau eru einhvers staðar á bilinu 100 til 3000. Þá eru mannlaus hús innan stærri sveitarfélaga til dæmis í Reykjavík.
Stundum eru tún notuð af nágrannabæjum til beitar eða sláttar.