Fílemonsbréfið

Elsta handrit með texta úr Fílemonsbréfinu sem þekkt er: papýrushandrit frá 2. eða 3. öld.

Fílemonsbréfið er eitt af bréfum Páls postula í nýja testamentinu í Biblíu kristinna manna. Bréfið er ritað úr fangelsi og stílað á Fílemon sem var kirkjuleiðtogi í Kólossu í Frygíu í Litlu-Asíu, frá Páli og Tímóteusi. Bréfið fjallar um fyrirgefningu og sáttagjörð og er talið ritað fyrir hönd þrælsins Onesímusar sem flúði frá Fílemon. Í bréfinu biður Páll Fílemon að taka við honum „ekki lengur eins og þræli heldur þræli fremri, eins og elskuðum bróður“. Bréfið er eitt af óumdeildum bréfum Páls, sem nær öruggt er talið að hann hafi ritað. Það er mjög stutt, eða aðeins um 335 orð í gríska frumtextanum.

Bréfið er talið samið einhvern tíma á árunum 57–62 annað hvort meðan Páll var í fangelsi í Caesarea Maritima eða (sem er líklegra) í Róm.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.