Fósturbarn
Fósturbarn er barn sem sett hefur verið í fóstur, tímabundið eða ótímabundið. Nýir forráðamenn barnsins kallast fósturforeldrar. Á meðan börn eru í fóstri sjá barnaverndaryfirvöld um að taka lögbindandi ákvarðanir um framtíð þess þar til það verður lögráða. Fósturforeldrar ættleiða stundum fósturbörnin sem þeir hafa umsjón yfir og öðlast þá öll réttindi og skyldur sem löglegir foreldrar þess.