Finkur

Finkur
Bókfinka (Fringilla coelebs),karlfugl
Bókfinka (Fringilla coelebs),karlfugl
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Finkur (Fringillidae)
Vigors, 1825

Finkur (fræðiheiti: Fringillidae) eru spörfuglar með keilulaga gogg sem lifa á fræjum. Útbreiðsla þeirra er aðallega á norðurhveli jarðar og í Afríku. Deilt er um hvernig finkur skuli flokkaðar en innan ættarinnar Fringillidae, sem kalla mætti „sannar finkur“, eru um 140 tegundir. Finkur eru 10-27 cm að lengd og með sterklegan, keilulaga gogg sem hentar vel til að brjóta fræ. Finkur eru miklir söngfuglar.

Sönnum finkum (Fringillidae) er skipt niður í tvær undirættir. Sú fyrri er Fringillinae en henni tilheyra þrjár tegundir. Þær næra unga sína á skordýrum en finkur af hinni undirættinni, Carduelinae, næra unga sína á fræjum. Þeirri undirætt tilheyra 137 tegundir. Þar á meðal Kanarífugl, fjallafinka og rósafinka.

Bókfinkan sem er algengasta finkan í Evrópu er af undirættinni Fringillinae.

Auðnutittlingur sem algengur er á Íslandi er af finkuætt.

Tenglar