Fiskistigi
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/0/0c/John_Day_Dam_fish_ladder.jpg/220px-John_Day_Dam_fish_ladder.jpg)
Fiskistigi eða fiskvegur er mannvirki í ám eins og t.d. við stíflur eða stíflugarða til að aðstoða farfiska að hrygningarstöðvum ofar í ánni. Flestir fiskistigar gera fiskunum kleift að fara í kringum fyristöðuna með því að synda upp „þrep“ með litlum hæðarmun, en fiskistigar draga nafn sitt af þessum þrepum sem minna um margt á stiga.
Á Íslandi er oftast talað um laxastiga eða silungastiga, enda ekki gerðir fiskvegir fyrir aðrar tegundir.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist fiskistigum.