Fly er breiðskífa með hljómsveitinni Dixie Chicks sem kom út 31. ágúst1999. Breiðskífan fór beint inn í efsta sæti Billboard 200-vinsældalistans og seldist í meira en 10 milljón eintökum.[1] Níu smáskífur voru gefnar út af plötunni þar á meðal lögin „Cowboy Take Me Away“ og „Without You“ sem komust bæði í fyrsta sæti. Hljómsveitin fór í sérstakt tónlistarferðalag, Fly Tour fyrir plötuna. Hljómsveitin var aðalatriðið á ferðalaginu, en fram komu einnig gestaflytjendur; þeir Joe Ely og Ricky Skaggs á hverjum tónleikum og annað veifið einnig Sarah McLachlan, Sheryl Crow og aðrar kventónlistarmenn sem tóku þátt í Lilith Fair.[2]