Formúla 2

Formúla 2 er kappakstursmeistaramótaröð sem er á vegum Fédération Internationale de l'Automobile (FIA). FIA Formúlu 2 meistaramótaröðin (FIA Formula 2 Championship) var stofnuð árið 2017 sem tók við af GP2 mótaröðinni. Sú meistaramótaröð er því ný á nálinni en saga Formúlu 2 nær hins vegar til ársins 1948.

Saga

Fyrstu árin (1948–1960)

Árið 1948 var fyrst formlega farið að keppa í Formúlu 2 sem hét fyrst Formúla B. Bílarnir voru ódýrari, minni og léttari heldur en þeir sem kepptu í Formúlu 1. Árið 1957 fóru keppendur í Formúlu 2 að keyra með 1,5 lítra vélar í bílum sínum. Vélarnar áttu að vera öflugari heldur en þær sem voru á undan komu. Árin voru ekki mörg með þær vélar og keppni í Formúlu 2 var hætt fyrst árið 1960. Formúla Yngri (Formúla Junior) tók yfir mótaröðina og sem tók líka yfir Formúlu 3.

Snýr aftur (1964–1984)

Formúla 2 sneri aftur til leiks árið 1964 sem og Formúlu 3. Frá árinu 1964 til 1966 var keppt með 1 lítra vélum í Formúlu 2 en árið 1967 kynnti FIA 1600cc vélarnar til leiks. Þær vélar voru mun öflugari og vinsælari. Þekktir vélarframleiðendur á þeim tíma í Formúlu 2 voru Ferrari, BMW og Cosworth. Árið 1972 fóru keppendur að keppa með 2.0 lítra vélum. Formúla 2 hætti síðan aftur árið 1984 þegar Formúla 3000 tók við.[1] Formúla 3000 var til ársins 2004. Þá tók GP2 mótaröðin við árið 2005.

FIA Formúlu Tvö meistaramótaröðin (2009–2012)

Formúla 2 sneri aftur eftir 25 ára fjarveru árið 2009 þrátt fyrir að GP2 mótaröðin væri enn starfandi. Meistaramótaröðin var framkvæmd af Jonathan Palmer fyrrverandi ökumanns í Formúlu 1 og undir hans fyrirtæki sem heitir MotorSport Vision. Bílarnir voru ekki eins öflugir og í GP2 mótaröðinni og meistaramótaröðin átti að vera fyrir þá sem áttu erfiðara með að ná í fjármagn fyrir kostnaðinum sem fylgdi stóru mótaröðunum sem voru undir FIA. Meistamótaröðin var ekki langlíf og hætti árið 2012.[2]

FIA Formúlu 2 meistaramótaröðin (2017–)

FIA Formúlu 2 meistaramótaröðin tók við af GP2 mótaröðinni árið 2017 og er í dag fremsta skref ökumanna sem vilja komast í Formúlu 1. Franco Colapinto, Oscar Piastri, Charles Leclerc, Lando Norris og George Russell sem keppa núna í Formúlu 1 kepptu áður í FIA Formúlu 2 meistaramótaröðinni áður en þeir fóru í Formúlu 1.

Tilvísanir

  1. Žišková,Tatiana (2. nóvember 2023). „The history of Formula Two“. F1 Hoes Magazine. Sótt 29. september 2024.
  2. Booth, Dominic (18. mars 2023). „What is Formula 2? History, past champions, drivers and status of F1 second tier competition“. The Sporting News. Sótt 29. september 2024.