Fornnorska

Fornnorska – (norska gammelnorsk) – er tungumál, sem talað var í Noregi frá því um 800 til 1350.

Á víkingaöld (u.þ.b. 800-1050) fór fornnorræna að skiptast í tvennt, austurnorrænu (sem varð að forndönsku, fornsænsku og forngutnisku) og vesturnorrænu, en hin síðarnefnda er oft kölluð norræna (þ.e. forníslenska og fornnorska).

Norræna hafði mikla landfræðilega útbreiðslu. Hún var töluð í Noregi, Færeyjum, á Íslandi, Grænlandi og skamma stund á Vínlandi. Einnig á Hjaltlandi, í Orkneyjum og á Katanesi nyrst á Skotlandi. Þá var hún töluð innan um mál heimamanna í Suðureyjum, á Mön og víðar í strandbyggðum Bretlandseyja, t.d. í Jórvík (York) og Dyflinni á Írlandi. Norrænan fékk fljótt einhver séreinkenni á hverjum stað. Það mál sem var talað í Noregi er kallað fornnorska (n. gammelnorsk). Fornnorska var töluð og síðar skrifuð milli áranna u.þ.b. 800 og u.þ.b. 1350. Sáralítill munur var á fornnorsku og íslensku fram yfir 1250, en upp úr 1300 fóru að koma fram frávik, a.m.k. í ákveðnum héruðum Noregs.

Um 1350 dó norska ritmálið nánast út því flestir ritfærir menn dóu úr svarta dauða. Um svipað leyti færðist æðsta stjórn ríkisins til Svíþjóðar og síðar Danmerkur. Eftir það varð ritmál í Noregi eins konar blanda af norsku og dönsku. Það er stundum kallað millinorska (n. mellomnorsk).

Tengt efni

Heimild