Forseti Austurríkis

Alexander Van der Bellen er núverandi forseti Austurríkis.

Forseti Austurríkis er þjóðhöfðingi Austurríkis. Að nafninu til fer hann með mikil völd, samkvæmt stjórnarskrá Austurríkis, en í reynd eru völd hans að mestu leyti táknræn. Forsetaembættið var stofnað í kjölfar þess að Austurrísk-ungverska keisaradæmið var lagt niður 1921, eftir ósigur þess í fyrri heimsstyrjöld. Frá 1951 hefur forsetinn verið kosinn í almennri kosningu til sex ára í senn. Síðan þá hefur forsetinn ýmist kjörinn úr röðum sósíaldemókrata eða Þjóðarflokksins, með þeirri undantekningu að núverandi forseti, Alexander Van der Bellen, kemur úr röðum Græningja.

Aðsetur forsetans er í Leópoldsálmunni í Hofburg-höll í Vínarborg.

Forsetar Austurríkis frá stofnun 2. lýðveldisins

Röð Forseti Tímabil Ath.
1 Karl Renner 1945-1950 Lést í embætti
2 Theodor Körner 1951-1957 Lést í embætti
3 Adolf Schärf 1957-1965 Lést í embætti
4 Franz Jonas 1965-1974 Lést í embætti
5 Rudolf Kirchschläger 1974-1986 Óflokksbundinn
6 Kurt Waldheim 1986-1992 Var áður aðalritari Sameinuðu þjóðanna
7 Thomas Klestil 1992-2004 Lést í embætti
8 Heinz Fischer 2004-2016
9 Alexander Van der Bellen Síðan 2016