Forseti Tékklands
Forseti Tékklands er þjóðhöfðingi Tékklands og yfirmaður herafla Tékklandshers. Forsætisráðherra Tékklands er stjórnarleiðtogi landsins.
Mest af völdum forsetans eru táknræn þar sem framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnar Tékklands sem forsætisráðherrann fer fyrir. Forsetinn hefur meðal annars það hlutverk að skipa ráðherra og forsætisráðherra, stjórnarmenn Seðlabanka Tékklands og tilnefna dómara í Stjórnlagarétt Tékklands.
Forsetinn er kjörinn til 5 ára í senn. Til 2012 var forsetinn kosinn af tékkneska þinginu, en síðan þá hefur hann verið kosinn í almennum kosningum.
Listi yfir forseta Tékklands
Forseti | Embættistaka | Embættislok | Flokkur | Kjörtímabil | Fyrri embætti | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Václav Havel (1936–2011) |
2. febrúar 1993 | 2. febrúar 2003 | Óháður | 1 (1993) | Forseti Tékkóslóvakíu (1989–1992) | |
2 (1998) | |||||||
2 | Václav Klaus (f. 1941) |
7. mars 2003 | 7. mars 2013 | Borgaralegi demókrataflokkurinn (Tékklandi) (ODS) |
3 (2003) | Forsætisráðherra (1992–1998) Þingforseti (1998–2002)[1] | |
4 (2008) | |||||||
3 | Miloš Zeman (f. 1944) |
8. mars 2013 | 8. mars 2023 | Borgararéttindaflokkurinn (SPO) |
5 (2013) | Þingforseti (1996–1998)[2] Forsætisráðherra (1998–2002) | |
6 (2018) | |||||||
4 | Petr Pavel (f. 1961) |
9. mars 2023 | Í embætti (Kjörtímabili lýkur 9. mars 2028) |
Óháður | 7 (2023) | Yfirmaður herafla Tékklands (2012–2015) Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins (2015–2018) |
Tilvísanir
- ↑ „Prof. Ing. Václav Klaus, CSc“. Poslanecká sněmovna Parlament České republiky. Sótt 5. apríl 2018.
- ↑ „Ing. Miloš Zeman“. Poslanecká sněmovna Parlament České republiky. Sótt 5. apríl 2018.